Færsluflokkur: Evrópumál

Glæsilegt framtak

Við hér á ESB síðunni fögnum þessu þarfa framtaki og óskum hópnum til hamingju.  Allt afburða fólk sem vill landi og þjóð vel.  Nú er bara að vona að kjósendur flokksins láti af sinni barnalegu afstöðu gegn ESB.  Því eins og allir vita þá er sameinuð Evrópu framtíðin og hæf stjórn sérfræðinga sem mun passa upp á þegna ESB.  Sjá til þess að allir hafi nóg fyrir sig og sína.  


mbl.is Sjálfstæðir Evrópumenn á stofnfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB tekur af hörku á svindli

Evrópska losunarkerfið(ETS) virkar mjög vel og tryggir bætt loftgæði fyrir alla íbúa sambandsins.  Í örfáum undantekningatilfellum hefur skipulögð glæpastarfsemi nýtt sér glufur í skattkerfi einstakra landa til að hagnast.  Svindlið gengur þannig fyrir sig að glæpasamtök opna koltvísiringsreikning í einhverju ESB landi.  Kaupa síðan losunarheimildir frá öðru ESB landi án virðisaukaskatts.  Losunareiningarnar eru síðan seldar til grunlausra kaupanda sem borga virðisauka ofan á kaupverðið til seljandans.  Seljandin "gufar" síðan upp og skattayfirvöld í viðkomandi landi sjá aldrei eina einustu krónu.

ESB hefur úthlutað hverju aðildarlandi fyrir sig svokölluðum losunareiningum byggðum á reynslu fyrri ára.  Ekki ósvipað og þegar íslenska kvótanum var úthlutað á sínum tíma.  Síðan úthlutar hvert aðildarland kvótanum til fyrirtækja sem síðan geta selt hann eða keypt á frjálsum markaði.  Í dag eru 6 opinberir markaðir staðsettir í Norgi, Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Hollandi og Bretlandi ásamt fjölmörgum öðrum leiðum til að selja kvótan.

Yfir tveimur milljörðum losunareininga hefur verið úthlutað til um 12.000 mengandi fyrirtækja í 27 löndum.  Markaðurinn veltir árlega 16.560 milljörðum króna og fer stækkandi. 


mbl.is Losunarheimildir notaðar í svindl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hedegaard tekur við forystu í ESB

Í lok nóvember tilkynnti forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, hvaða einstaklinga hann skipaði í embætti framkvæmdastjóra.  Forsetinn hélt marga samráðsfundi með viðkomandi aðilum og lætur árangurinn ekki á sér standa.  Í nýju framkvæmdastjórninni er valin maður og kona í hverju rúmi.  Allt einstaklingar með mikla hæfileika og reynslu til að takast á við þau verkefni sem framkvæmdastjórinn útlistaði í stefnuskrá sinni frá 3. september síðastliðnum.

 

Hedegaard fékk það vandasama hlutverk að leiða Evrópu í baráttunni gegn veðrabreytingum.  En það er nýtt embætti sem ESB hefur stofnað.  Leið Hedegaard á toppinn ef svo má segja hófst árið 1984 þegar hún var kosin á þing aðeins 24 ára gömul.  Ári seinna var hún skipuð í embætti forseta samtaka ungra leiðtoga NATO landa.  Árið 1990 hætti hún á þingi og snéri sér að fjölmiðlum.  Fyrst sem blaðamaður á Berlingske Tidende síðan sem yfirmaður frétta á danska ríkissjónvarpinu og loks sem fréttakynnir á DR2 frá árinu 1998 til 2004.  En það ár sneri hún aftur í pólitíkina og gerðist ráðherra umhverfismála og síðan ráðherra loftslags og orkumála.

Eins og fram kom í stefnuskrá Barroso mun mikið mæða á Hedegaard og hennar nýja ráðuneyti.  Hún mun þurfa að finna nýjar lausnir til að bregðast við veðurfarsbreytingum í aðildarlöndum ESB.  Lausnir sem snerta m.a. vatnsnotkun í landbúnaði og fiskveiðistefnu ESB.   

 

 


mbl.is Sakar Hedegaard um dónaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

ESB
ESB
Þessi síða er stofnuð af áhugafólki um inngöngu Íslands í ESB.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband