Embætti umboðsmanns Evrópu sannar sig.

Umboðsmaður Evrópu hefur hafið samráðsferli við aðra umboðsmenn í aðildarlöndum ESB umdiamandouros bættan aðgang að gagngrunnum hins opinbera fyrir almenning.  Upphaf þessa máls má rekja til ársins 2005 þegar framkvæmdastjórn ESB neitaði dönskum blaðamanni um aðgang að upplýsingum um hvaða aðilar fengju landbúnaðarstyrki úr sjóðum bandalagsins.

Framkvæmdstjórnin rökstuddi synjun sína með þeim rökum að um trúnaðargögn væri að ræða.  Einnig væri erfitt að taka þessi gögn saman og þess vegna giltu ekki reglur ESB um aðgang almennings að skjölum bandalagsins.

Umboðsmaðurinn gagnrýndi framkvæmdastjórnina fyrir að koma ekki með nægjanlegan rökstuðning fyrir synjun sinni.  Hann lýsti ennfremur yfir áhyggjum að stjórnin ætlaði ekki að fara eftir lögum ESB um aðgang nema um væri að ræða gögn sem auðvelt væri að sækja.

Til að leysa þetta vandamál hefur umboðsmaður Evrópu stungið upp á því við framkvæmdastjórnina að framvegis verði nýir gagnagrunnar hannaðir þannig að auðvelt verði að sækja gögn úr þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

ESB
ESB
Þessi síða er stofnuð af áhugafólki um inngöngu Íslands í ESB.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband