Skýrsla Evrópuþingins um Lisbon sáttmálann

Samkvæmt skýrslu, dagsettri þann 29. janúar 2008, sem lögð var fyrir Evrópuþingið mun Lisbon sáttmálinn tryggja aukið lýðræði. Þetta þýðir fyrir Ísland ef við göngum í ESB að Alþingi Íslendinga fær svokallaða umsagnaraðild að flestum nýjun lögum innan bandalagsins.  Á móti þurfum við að beygja okkur undir fleiri lög frá ESB en við gerum nú í gegnum EES samningin.

euLöggæsla, dómsmál og landbúnaður eru dæmi um málaflokka sem við gefum eftir til að fá aukið lýðræði og samþættingu með öðrum aðildarlöndum ESB.  Með þessum nýja sáttmála fær bandalagið þau tæki og tól sem það þarf til að stunda sjálfstæðari utanríkisstefnu.  Nýja utanríkisráðuneytið mun heyra beint undir nýstofnað embætti "utanríkis- og varnarmálaráðherra".  Þessi nýi ráðherra mun verða valinn sameiginlega af framkvæmdastjórninni og nýju embætti forseta ráðherraráðsins.

Samt sem áður geta einstök lönd innan bandalagsins stundað sína eigin utanríkis- og varnarmálastefnu ef hún brýtur ekki gegn stefnu bandalagsins.  Þannig mundi innganga Íslands ekki trufla framboð til Öryggisráðsins eða setu í þvi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þegar allt að 75% af kjósendum fá allt eða hluta af virðurværi sínu úr annaðhvort opinberum kassa eða kassa ESB þá verður virkt lýðræði gert óvirkt og í stað þess kemur ný kirkja sem heitir Kirkja Kassanns í ESB, og sem mun koma í stað gömlu þjóðkirkju margra ríkja ESB. Trúin á Ríkið og ESB verður nýja lýðræði og þjóðkirkja okkar. Enginn mun kjósa undan sér annann fótinn sem jú að eilífu er depóneraður í kassa ESB og Ríkisins. Þegar þessi skipan er komin á munu allir hugsandi menn sjá að í svona samfélögum munu aldrei geta orðið neinar pólitískar breytingar. Þetta er nú þegar orðið að veruleika í sumum löndum ESB - þar sem 75% kjósenda eru á Kassanum.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2008 kl. 07:58

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Aukið lýðræði? Í hverju felst það eiginlega??

Þess utan þýddi þetta endalok íslenzkrar utanríkisstefnu og að næði Ísland einhvern tímann kjöri í þetta blessað öryggisráð SÞ mætti það ekkert gera þar ef það væri í andstöðu við utanríkisstefnu Evrópusambandsins værum við þar inni. Svo þræta sumir fyrir að verið sé að skapa eitt ríki úr sambandinu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gunnar:
Mikið rétt. Evrópusambandið gengur út á að gera fólk háð því, hvort sem er með styrkjum eða annars konar bitlingum (sem notabene koma úr vösum skattgreiðenda í aðildarríkjunum). Liður í þessu er t.d. skattafríðindi þingmanna á Evrópusambandsþinginu o.fl. þess háttar. Það er ekki að ástæðulausu að Jules Muis, þáverandi yfirmaður innri endurskoðunar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hafi sagt í viðtali við BBC 8. desember 2003 að embættismenn framkvæmdastjórnarinnar væru ráðnir fyrst og fremst eftir hæfni þeirra til að gára ekki yfirborðið og viðhalda óbreyttu ástandi. Fyrir vikið ættu umbætur innan stjórnkerfis Evrópusambandsins allajafna sér ekki stað að yfirlögðu ráði. Í gildi væri eins konar kurteisissamsæri þar sem fólk ætti í stökustu erfiðleikum með að segja sannleikann.

Afskaplega aðlaðandi allt saman. 

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 14:10

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og því má bæta við að margir bjuggust við að ummæli Muis myndu leiða til þess að Evrópusambandið tæki eitthvað til í sínum ranni af viti en enn hefur það ekki gerzt.

Indælt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

ESB
ESB
Þessi síða er stofnuð af áhugafólki um inngöngu Íslands í ESB.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband