24.5.2008 | 08:02
Pólland og Svíþjóð vilja austur
Rétt í þann mund sem ESB er að jafna sig á hugmyndum Frakklandsforseta um nánari samvinnu við múslima hinum megin við Miðjarahafið koma Pólland og Svíþjóð með sínar hugmyndir. Þessi tvö lönd vilja að Evrópusambandið taki upp nánara samband við Úkraínu, Moldavíu, Georgíu, Armeníu og Azerbadjan.
Fríverslun með landbúnað og þjónustu ásamt frjálsu flæði fólks eru kjarninn í hugmyndum Svíþjóðar og Póllands. Benita Ferrero-Waldner, framkvæmdastjóri nágrannastefnu ESB, viðurkenndi að Barselónaferlið hefði sína veikleika. Haft var eftir embættismanni í Brussel að slæmar hugmyndir væri gjarnan smitandi og Benita Ferrero-Waldner tæki þessum hugmyndum sem persónlegri árás.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
Biðstofa ESB
Eitt af markmiðum ESB er að fá þjóðir til að hætta að vinna "á móti" hver annari, og þar með skapa eina efnahagslega heild. En hvað þýðir þetta ? Hver á heildin að vera? Hvaða vörumerki á að standa utaná pakkanum? Á heildin að vera samkvæmt hefðum og þjóðareinkennum Ítalíu, Finnlands, Frakklands eða einhverra hinna 24 þjóða sem núna eru í ESB. Eða á þetta að vera samblanda of öllum þjóðunum? Allir sem eru í og koma í ESB vilja hafa sitt að segja um hvernig gardínur stofuglugga ESB til umheimsins eiga að líta út. En mikilvægastar eru þó þær gardínur sem snúna inn á stofuglugga ESB, því það er jú að mestu lokað fyrir útsýnið út úr stofuglugga ESB til umheimsins. Þær eru því hafðar svartar.
Hvað þýðir þetta í praxís. Enginn vill gefa sitt tungumál uppá bátinn, Bretar vilja ekki missa Pundið sitt og Danir ekki króuna. Þjóðverjar vilja ekki keyra með ökuljós um miðjan dag og Frakkar vilja halda sínum eigin reglum um hringtorg, og sviðakjammar Íslendinga munu aldrei fá inngöngu í ESB - og svo fram eftir götum.
Utanríkisstefnan byggist á samráði, sem þýðir að það er ekki hægt að ýta á neinn takka í stjórnborði neinsstaðar. Takka til þess að gangsetja aðgerðir eins og oft þarf í virkri utanríkisstefnu og einnig í varnar- og hermálum. Nei það þarf að kalla alla saman til endalausra funda. Á meðan ESB fundar í frístundum er Nato náttúrlega notað, því það virkar nokkuð vel, og Bandaríkjamenn látnir um skítverkin eins og venjulega. Svo kemur ESB á eftir með 27 útgáfur af gagnrýni á þá sem hafa getuna og hugrekkið til að gera eitthvað í málunum. ESB mun alltaf verða á VIAGRA en þó samt getulaust, enda í varanlegri öndunarvel aðgerðarleysis, deyfðar og volæðis í glerhúsinu í Brussen.
Biðstofan
Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.