14.12.2008 | 21:17
ESB ráðherra.
Sá tími er kominn að ríkisstjórnin skipi sérstakan ESB ráðherra. Hlutverk ráðherrans væri að undirbúa þjóðina fyrir atkvæðagreiðslu. Nýja ráðuneytið sæi til þess að önnur ráðuneyti væru samstíga í réttri upplýsingamötun handa almenningi. Til að koma þjóðinni inn í samfélag lýðræðisþjóða þurfa allir að taka höndum saman. Alþingi, stjórnmálaflokkar, hagsmunasamtök, íþróttahreyfingin og kennarar. Tíminn er naumur ef við viljum ekki missa af lestinni til Brussels.
Uppstokkun fyrir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Færsluflokkar
336 dagar til jóla
Spurt er
Eiga Tyrkir heima í ESB?
Athugasemdir
Sorglegt að sjá orðið "upplýsingamötun" í þessu samhengi, það er eitthvað svo sovéskt. Legg til að menn virði reglur lýðræðisins í þessu máli og fari ekki fram úr sjálfum sér. Þetta er ekkert smámál.
Haraldur Hansson, 14.12.2008 kl. 21:30
ESB ráðherra!!! Sumsé samningamann til að selja fullvedið og sjálfstæðið fyrir mengað svínakjöt frá Írlandi, gúrkur með standpínu annað góðgæti.
Það þarf ekki sérstakt ráðuneyti í þetta.
101 (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.