16.12.2008 | 04:36
Þetta hefði ekki gerst í ESB!
Sú víðtæka sátt sem hefur náðst innan ESB um frelsi fjölmiðla hefur greinilega ekki smitast til Íslands. Þó evran og fjármálastöðugleiki séu helstu ástæður fyrir inngöngu Íslands inn í ESB þá má ekki gera lítið úr frelsi fjölmiðla. Má raunar færa fyrir því rök að frelsi fjölmiðla sé þýðingarmeiri ástæða til að sækja um inngöngu.
Ein af grunnstoðum ESB er frelsi fjölmiðla til orða og athafna. Til marks um það er nýleg ráðstefna ESB sem bar heitið "Civil society, media development and cultural perspectives in Afghanistan" Á ráðstefnunni, sem var haldin á Silken Berlaymont hótelinu í Brussel, tóku til máls m.a. Eneko Landaburu, Najib Manalai og Abasin Nasimi. Þó þessi ráðstefna komi Íslandi lítið við er hún til marks um þá ríku áherslu sem ESB leggur á þessi mál.
Í viðtali sem birtist á vefsíðu tyrkneska blaðsins Todays Zaman fjallar David Dadge um stöðu mála í Tyrklandi og ESB. Góð lesning fyrir þá sem vilja vera upplýstir.
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 04:38 | Facebook
Athugasemdir
Fjölmiðlar í ESB eru alveg eins og þeir íslensku. Þeir eru eins hreinskilnir eða spilltir og eigendur og auglýsendur leyfa. Ég bý í Hollandi og hef lesið og séð mikið af fréttum hér. Þetta er ekkert skárra en heima. Víðlesnasta dagblað Hollands, de Telegraaf birtir hvaða bull sem selur, ekki endilega það sem rétt er.
Villi Asgeirsson, 16.12.2008 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.