ESB verður skilvirkara

Með nýjum Lisbon sáttmála missa einstök aðildarríki rétt sinn til að beita neitunarvaldi.  Þetta tryggir aukið lýðræði og meiri skilvirkni.  Einnig er komið inn sérstakt ákvæði sem tryggir að öll aðildarlöndin þurfa að snúa bökum saman og berjast við sameiginlegan óvin ef á þau er ráðist.  Þetta ákvæði er sérstaklega hugsað fyrir hryðjuverk eða náttúruhamfarir.

Sambandið mun geta krafist þess að aðildarlönd leggi fram sérfræðinga s.s. lækna, hjúkrunarfólk, björgunarmenn, dómara og löggæslufólk.  Til að mæta óvæntum áföllum eða sinna verkefnum á vegum bandalagsins bæði innan ESB eða í fjarlægum löndum.

Þegar nýi sáttmálinn verður kominn í gagnið mun Evrópusambandið koma fram sem ein persóna í skilningi laganna.  Þetta gerir bandalaginu kleift að undirrita alþjóðlega samninga og ganga í alþjóðleg samtök t.d. Sameinuðuþjóðirnar eða aðrar alþjóðlegar stofnanir.

 Ungdom


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Evrópusambandið er embættismannasamband og í eðli símu andlýðræðislegt, þetta sést best á því að reynt var að koma í veg fyrir að almenninur fengi eitthvað að segja um Lissabonsáttmálan vegna þess að þá var hætta á að hann yrði felldur.

Evrópusambandið er einmitt dæmi um hvernig valdhafar reyna að minnka áhrif almenning í stjórnmálum og koma í veg fyrir að hópar með sameiginlega hagsmuni hafi eitthvað að segja um sín mál.

 Í raun má segja að sambandið sé sigur nasismans í Evrópu enda mikið af sömu öflum á bakvið það og Hitler á sínum tima, og þó svo að það beiti ekki valdi í dag til að hafa sitt fram þá er nokkuð öruggt að í framtíðinni mun ekki hikað við að beita valdi gegn þeim hópum sem ekki eru því þóknanlegir og vilja fá meiri sjálfsákvörðunarrétt og lýðræði.

Einar Þór Strand, 20.5.2008 kl. 07:12

2 identicon

Ekki veit ég hvaða öfl þú ert að tala um?  Nefndu dæmi ef þú vilt láta taka þig alvarlega.  Þegar Ísland verður komið inn í ESB munum við átta okkur á hversu allt verður miklu betra.  ESB berst gegn fátækt (etanol framleiðsla úr kornvörum) ásamt því að vilja stórlega draga úr vændi/mannsali og eiturlyfjanotkun (Holland, Amsterdam).

ESB sinni (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þið talið um að loksins sé komin fram síða um ESB sem mark sé takandi á. Hvað með síður Evrópusamtakanna? Eða síðu fastanefndar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi? Það er út af fyrir sig ágætt að vita ef þið teljið ekkert mark á þeim síðum takandi. Orð ykkar verða vart skilin öðruvísi.

Hvað þessa síðu annars varðar er athyglisvert að enginn skuli vilja kenna sig við afkvæmið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Varðandi færsluna. Taki Stjórnarskrá Evrópusambandsins (lesist Lissabon-sáttmálinn) endanlega gildi verður sambandið, auk stjórnarskrárinnar sjálfrar, í raun komið með allt það sem einkennir ríki samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum s.s. sameiginlegt þing, gjaldmiðil, hæstarétt, fána, þjóðsöng, ríkisstjórn, ríkisborgararétt, ytri landamæri, utanríkisstefnu, utanríkisráðherra, utanríkisþjónustu, alríkislögreglu og forseta svo það helzta sé nefnt til sögunnar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Afnám neitunarvalds á yfir 50 sviðum með tilkomu stjórnarskrár Evrópusambandsins (ofan á umfangsmikið afnám neitunarvalds á liðnum árum) kemur sér sérstaklega illa fyrir minni aðildarríki eðli málsins samkvæmt enda fer vægi aðildarríkjanna innan þess fyrst og síðast eftir því hversu fjölmenn þau eru.

Varðandi varnarþáttinn þá er þegar til eitthvað sem heitir NATO.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 11:54

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hmmm... að betur hugsuðu máli virðist þessi síða vera brandari.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 11:58

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Hjörtur það er auðvelt að nefna nokkur dæmi við getum byrjað á I G Farben, Zimens, Krupp, Habsborgurnum, Roschild og hvað þeir nú allir heita en besta dæmið er að íbúar í sambandinu hafa ekkert um þessa "stjórnarskrá" að segja heldur er hanni troðið uppá fólk sem hefur þegar hafnað henni en svo búið um hnútana að enginn á möguleika á að láta reyna á lögmæti hennar.  Jafnvel danskir stjórnmálamenn gera allt til að koma í veg fyrir að fólkið hafi eitthvað um málið að segja bara til að einn þeirra geti orðið fyrsti forseti evrópu. 

Einar Þór Strand, 20.5.2008 kl. 14:37

8 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ágætt að vakin sé athygli á Lisbon enda eitt skýrasta dæmi um afnám fullveldis einstakra ríkja innan sambandsins.

Eða eins og ein eldri kona frá Eystrasaltslöndunum sagði við mig; "we went from the top of one union to the bottom of another."

Eyþór Laxdal Arnalds, 20.5.2008 kl. 15:00

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Auðvitað þurfti að semja nýtt Lissabon markmið því Lissabon 2000 markmiðin um efnahagsstöðu þegna ESB féllu um sjálft sig strax árið 2001. Það átti jú að byggja efnahagslega framtíð ESB á þessum forsendum. Síðan þá hefur ESB einungis orðið fátækara og fátækara miðað við Bandaríkin og samkeppnishæfni ESB einungis farið afturábak. Á meðan eru ESB-menn önnum kafnir við að strá um sig með blómvöndum og lofa fé úr lekandi peningatönkum til hægri en þó aðallega til vinstri. Skilvirkara ??? USSR hafði skilvirkt kerfi skriffinna og ágætis menntunarkerfi. En það er samt dáið núna.

Galdurinn við peninga er að HAFA ÞÁ! og peninga geta skriffinnar aldrei skapað, sama hvað þeir reyna. Þeir geta einungis eytt þeim og samtímis eytt tíma skapandi manna í að uppfylla reglur og skilmála skriffinnsku smámunasamra og heftandi reglugerða.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2008 kl. 15:50

10 identicon

Gott að heyra að hér láta mjög margir harðir andstæðingar Evrópusambands aðildar Íslands til sín taka á mjög málefnalegan hátt.

Þessi grein ykkar bláeygra Evrópusambandssinna er þvílíkt bull og fyrirsögnin "ESB verður skilvirkara" er algerlega í mótsögn við innihaldið og einmitt afhjúpar ágætlega hversu lýðræðið er fótum troðið hjá þessu Alræðis bandalagi skrifræðisins. 

Einmitt nú á að þrengja valdahópinn enn frekar, enginn á að fá að trufla alræði sérfræðingastóðsins við að koma sínum tilskipunum og skrifræðis-skaðræðis sósíalisma uppá sauðsvartan almúgan. Animal farm er ekki langt undan þegar þar verður komið. Ekki heldur neinar Ríkisstjórnir, né þingmenn eða aðrir kjörnir fulltrúar fólksins í aðilsarlöndunum eiga nú að vera eitthvað að þvælast fyrir alræði skrifræðisins. Alræði öreigana er það ekki, nei þetta er alræði skrifræðisins.

Það er ekkert sem er meiri ógn við raunverulegt lýðræði  og frelsi okkar vesturlanda búa en þetta andlitslausa skrifræðis bákn sem kallast Evrópusambandið.  

Manni verður eiginlega óglatt að lesa niðurlag þessarar greinar "þegar samningurinn verður kominn í gagnið mun Sambandið koma fram sem ein persóna í skilningi laganna". EIN PERSÓNA: EIN FHURER ! Er fólk kanski búið að gleyma því.

Nema Hitler hafði þó andlit og hann var hægt að hrekja frá völdum og það var gert en kostaði reyndar sitt. Þessi andlitslausi FHURER verður ekki hrakinn frá völdum, þegar hann hefur fengið sitt alræðisvald. Því þetta er andlitslaust og þetta er kerfið sjálft sem sífellt reynir að þjóna sér og sínum sérhagsmunum. Alveg eins og svínin í ANIMAL FARM:

ÍSLAND ALDREI INN Í ÞETTA ALRÆÐISBANDALAG.

ESB ANDSTÆÐINGAR ÉG HEITI Á YKKUR AÐ BERJAST MEÐ KJAFTI OG KLÓM GEGN ÞESSU, EN AÐ SJÁLFSÖGÐU Í ANDA SANNS LÝÐRÆÐIS.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 16:41

11 identicon

Smá vangavelta: Hvað eigið þið við með því að aðildarríkin missi neitunarvald sitt?

Á fjölmörgum stöðum Rómarsáttmálans, eins og hann lítur út í kjölfar breytinga Lissabon-sáttmálans, kemur fram að í Ráðinu sé áskilið einróma samþykki fyrir ýmiss konar löggjöf á vegum Evrópubandalagsins, t.d. varðandi skattamálefni. Slíkur áskilnaður um einróma samþykki felur í sér neitunarvald hvers og eins aðildarríkis. Þar með getur hvert einasta ríki stoppað drög að löggjöf í þeim tilvikum þar sem einróma samþykki er áskilið.

 Kveðja,

Einn forvitinn

Einn forvitinn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:21

12 identicon

Smá leiðrétting á orðalagi: ,,Í fjölmörgum ákvæðum Rómarsáttmálans..." átti þetta að vera. Biðst afsökunar á þessu.

 Kveðja.

Einn forvitinn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:24

13 Smámynd: Einar Þór Strand

Til enn að minna á hversu Evrópusambandið minnir mikið á þriðja ríkið þá má benda á að það hefur sennt út tilskipun sem tekur gildi í mars á næsta ári um að internetþjónustuaðilar verði að geyma allar upplýsingar um tölvupóst í 12 mánuði og í framhaldi af því er í undirbúningi önnur tilskipun sem krefst þess að þessar upplýsingar verði sendar til Europol, ef þetta minnir ekki á Nasistma þá veit ég ekki hvað.  Auðvitað er þetta réttlætt með því að verið sé að tryggja öryggi borgaranna en var það ekki líka hlutverk Gestapo?

Það er alveg augljóst að EB er ógnun við lýðræðið í álfunni bæði með því að það er of stórt og inniheldur of ólíkar þjóðir og menninu og vegna þess að þetta er fyrst og fremst embættismannaapparat sem vill ekki almenna umræðu um það sem verið er að gera og er fyrst og fremst að hygla evrópskum stórfyrirtækjum á kostnað almennings.

Einar Þór Strand, 20.5.2008 kl. 19:37

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Einn forvitinn:
Það eru vissulega enn eftir einhver svið þar sem aðildarríkin hafa enn neitunarvald en þeim hefur fækkað stórlega á undanförnum árum og mun fækka enn frekar með Stjórnarskrá Evrópusambandsins taki hún gildi. Þróunin hefur verið í þá áttina á stöðugt meiri hraða. Þetta kallast á "bjúrókratísku" að auðvelda ákvörðunartöku og gera Evrópusambandið straumlínulagaðra, en þýðir að vægi aðildarríkjanna minnkar mjög innan sambandsins sem kemur sér þeim mun verr eftir því sem ríkin eru minni, enda fer vægi þeirra eftir því hversu fjölmenn þau eru.

Jón Frímann:
Þarna er miðað við meðaltal innan Evrópusambandsins og inni í því eru ríki eins og Rúmenía og Búlgaría þar sem matvælaverð er mjög lágt en sömuleiðis kaupmáttur og laun. Ein helzta ástæðan fyrir háu matvælaverði hér á landi samkvæmt rannsókn hagstofa Norðurlanda sem gerð var fyrir ekki svo löngu síðan, er hár flutningskostnaður og önnur er skortur á samkeppni. Það síðarnefnda er einnig helzta ástæðan fyrir tiltölulega háu matvælaverði á hinum Norðurlöndunum og þ.m.t. þeim sem eru í Evrópusambandinu. Enn önnur er mikill kaupmáttur hér á landi sem og há laun. Við viljum gjarnan fá sama matvælaverð og þekkist þar sem það er hvað lægst, en ég er ekki eins viss um að við viljum kaupmáttinn og launin sem þar þekkjast.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 15:35

15 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Því má bæta við að helzta ástæðan fyrir skorti á samkeppni hér á landi er einfaldlega lítill markaður.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 15:38

16 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Langar í þessu sambandi til að benda á greinar á Egginni varðandi þetta málefni:

Lissabon-bókunin: Hvað er nú það?

http://www.eggin.is/index.php?option=com_content&task=view&id=731&Itemid=9

Nokkrar ástæður fyrir andúð á Evrópusambandinu

http://www.eggin.is/index.php?option=com_content&task=view&id=663&Itemid=9

ESB eykur valdsvið sitt

http://www.eggin.is/index.php?option=com_content&task=view&id=613&Itemid=40

Andrea J. Ólafsdóttir, 21.5.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

ESB
ESB
Þessi síða er stofnuð af áhugafólki um inngöngu Íslands í ESB.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband