ESB berst gegn óhóflegri vatnsnotkun

Íslendingar eru sennilega mestu vatnsneytendur í heiminum og þó víðar væri leitað.  Til að draga úr bruðli með vatn hefur ESB komið á svokölluðu "The European Water Awareness and Water Stewardship Programme".

Markmið verkefnisins eru m.a. að hafa áhrif á hegðum neytenda (draga úr notkun/hækka verð) ásamt því að tryggja að vatn verði stór partur af öllum viðskiptum og stefnumörkun fyrirtækja og opinbera aðila.

smilingHugmyndir eru uppi um alþjóðlegan markað fyrir vatn ekki ósvipaðan og þann sem olía er seld í gegnum.  Þetta myndi þýða að Íslendingar yrðu loksins almennilega ríkir.  Verð á neysluvatni til neytanda myndi þá stjórnast af alþjóðlegum verðum sem endurspegluðu raunverulegan kostnað og þann skort sem ríkir t.d. á Spáni og Shahara. 

Með alþjóðlegum vatnsmarkaði verður tryggt að lýðræði virki og gróðafíkn spákaupmanna lágmörkuð.

 


Samtök ungra sambandssinna í Evrópu

JEF( The Young European Federalists) eru samtök ungs fólks í Evrópu sem berjast fyrir einu stóru evrópsku sambandsríki.  Þessi samtök berjast líka fyrir einni sameiginlegri heimsstjórn undir merkjum Sameinuðuþjóðanna.  En hvers vegna ættu sjálfstæðar þjóðir að leggja sig niður og gangast erlendum valdherrum á hönd.  En um þetta segir á heimasíðu JEF:

"National states as we have known them in the past have become increasingly centralised, whilst at the same time their inability to deal on their own with the issues facing their citizens has contributed to a growing sense of alienation. Increasingly, citizens are beginning to feel that the national political arena is irrelevant for many of the real issues which concern them, as more and more areas of politics acquire a significant international dimension. Up until now, the efforts of nation states to solve such problems by means of traditional intergovernmental cooperation have proved inadequate. "

Á öðrum stað segir líka:

" The Young European Federalists know that their political heritage is autonomous and original and that therefore it is up to them not only to cultivate it but also to spread it. Their purpose is to meet the young people in Europe, for they hold the future in their hands. An ever increasing number of young people will have to be won for the federalist struggle in Europe, leading the way to international democracy and world peace."

Samkvæmt þessu snýst Lisbon sáttmálinn um heimsfrið og lýðræði handa þegnum Evrópu og vonandi síðar öllum íbúum jarðarinnar.  Fyrst þarf að koma á sambandsríki í Evrópu síðan má halda áfram og sameina þjóðir heims undir merkjum UN.  

Þetta er glæsileg framtíðarsýn og vonandi fá Íslendingar að vera með.  Ísland í ESB til að tryggja lýðræði og frið. 


Pólland og Svíþjóð vilja austur

Rétt í þann mund sem ESB er að jafna sig á hugmyndum Frakklandsforseta um nánari samvinnu við múslima hinum megin við Miðjarahafið koma Pólland og Svíþjóð með sínar hugmyndir.  Þessi tvö lönd vilja að Evrópusambandið taki upp nánara samband við Úkraínu, Moldavíu, Georgíu, Armeníu og Azerbadjan.

Fríverslun með landbúnað og þjónustu ásamt frjálsu flæði fólks eru kjarninn í hugmyndum Svíþjóðar og Póllands. Benita Ferrero-Waldner, framkvæmdastjóri nágrannastefnu ESB, viðurkenndi að Barselónaferlið hefði sína veikleika.  Haft var eftir embættismanni í Brussel að slæmar hugmyndir væri gjarnan smitandi og Benita Ferrero-Waldner tæki þessum hugmyndum sem persónlegri árás.

Sjá nánar um málið hér. 

arm polland


ESB leiðandi í umhverfismálum

Í byrjun árs 2007 setti framkvæmdastjórnin fram svokallaðann "orku- og umhverfisbreytingapakka" (energy and climate change package).  En í honum er sett fram metnaðarfull en þó raunhæf markmið.  (Meira hér)

  • Draga þarf úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 20%.
  • 20% af heildarorkunotkun sambandsins komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020.
  • 10% af öllu eldsneyti á bíla verði bio-eldsneyti s.s. ethanól
  • Klára samþættingu gas- og raforkumarkaðar aðildarlanda
  • Sameiginleg utanríkisstefna í orkumálum.

Til að ná m.a. fram þessum markmiðum mun Evrópusambandið nota svokallað Euro Emission Trading System eða ETS.  ETS er einnig hugsað til að skapa verðmæti handa þeim sem hugsa vel um umhverfi sitt og þannig skapa þann hvata sem oft vantar.  Búið verður til þak á þær gróðurhúsalofttegundur(vatnsgufa, Co2, metan o.fl.) sem hver aðildarþjóð má blása út í loftið.  Fyrst um sinn nær kerfið til Co2 en vonandi með tíð og tíma verða aðrar eitraðar lofttegundur með.

index_1  
 

 


Skýrsla Evrópuþingins um Lisbon sáttmálann

Samkvæmt skýrslu, dagsettri þann 29. janúar 2008, sem lögð var fyrir Evrópuþingið mun Lisbon sáttmálinn tryggja aukið lýðræði. Þetta þýðir fyrir Ísland ef við göngum í ESB að Alþingi Íslendinga fær svokallaða umsagnaraðild að flestum nýjun lögum innan bandalagsins.  Á móti þurfum við að beygja okkur undir fleiri lög frá ESB en við gerum nú í gegnum EES samningin.

euLöggæsla, dómsmál og landbúnaður eru dæmi um málaflokka sem við gefum eftir til að fá aukið lýðræði og samþættingu með öðrum aðildarlöndum ESB.  Með þessum nýja sáttmála fær bandalagið þau tæki og tól sem það þarf til að stunda sjálfstæðari utanríkisstefnu.  Nýja utanríkisráðuneytið mun heyra beint undir nýstofnað embætti "utanríkis- og varnarmálaráðherra".  Þessi nýi ráðherra mun verða valinn sameiginlega af framkvæmdastjórninni og nýju embætti forseta ráðherraráðsins.

Samt sem áður geta einstök lönd innan bandalagsins stundað sína eigin utanríkis- og varnarmálastefnu ef hún brýtur ekki gegn stefnu bandalagsins.  Þannig mundi innganga Íslands ekki trufla framboð til Öryggisráðsins eða setu í þvi.

 


Falsaður fréttaflutningur um ESB

Í gegnum tíðina hafa margar sögur um heimskulegar tilskipanir Evrópusambandsins birst í fjölmiðlum.  Þessar fréttir hafa oftast verið stórlega ýktar eða jafnvel uppspuni frá rótum.  Þrátt fyrir gott skemmtanagildi hafa þessar fréttir skaðað ímynd sambandsins í augum þeirra sem trúa þeim.

Ágætt dæmi er grein sem birtist í The Times þann 29. janúar 2003.  Þar kemur fram að bændur í Bretlandi hafi 3 mánuði til að setja leikföng í allar svínastíur til að svínin hafi eitthvað fyrir stafni annað en að narta í hvert annað.  Talsmaður breska bændaráðuneytisins túlkaði tilskipun ESB um bætta heilsu svína þannig að bændurnir þyrftu að verða sér úti um fótbolta eða körfubolta handa svínunum.  Helst þyrftu bændurnir líka að skipta reglulega um bolta í mismunandi litum.  Bændur sem ekki færu eftir þessari tilskipun þyrftu að reiða fram 1000 pund eða sæta fengelsun í 3 mánuði.pig ball

Staðreyndin er sú að tilskipun ESB fjallaði bara um að svínin hefðu aðgang að eitthverju til að ýta við og skoða, t.d. hey, strá, spýtur, sag eða sveppadrullu.  Það kom hvergi fram að svínin ættu að fá bolta til að leika sér með.  Ef bresk stjórnvöld vildu að bændurnir keyptu fótbolta var það eitthvað sem breska ríkistjórnin ákvað en ekki framkvæmdastjórn ESB.

 


ESB verður skilvirkara

Með nýjum Lisbon sáttmála missa einstök aðildarríki rétt sinn til að beita neitunarvaldi.  Þetta tryggir aukið lýðræði og meiri skilvirkni.  Einnig er komið inn sérstakt ákvæði sem tryggir að öll aðildarlöndin þurfa að snúa bökum saman og berjast við sameiginlegan óvin ef á þau er ráðist.  Þetta ákvæði er sérstaklega hugsað fyrir hryðjuverk eða náttúruhamfarir.

Sambandið mun geta krafist þess að aðildarlönd leggi fram sérfræðinga s.s. lækna, hjúkrunarfólk, björgunarmenn, dómara og löggæslufólk.  Til að mæta óvæntum áföllum eða sinna verkefnum á vegum bandalagsins bæði innan ESB eða í fjarlægum löndum.

Þegar nýi sáttmálinn verður kominn í gagnið mun Evrópusambandið koma fram sem ein persóna í skilningi laganna.  Þetta gerir bandalaginu kleift að undirrita alþjóðlega samninga og ganga í alþjóðleg samtök t.d. Sameinuðuþjóðirnar eða aðrar alþjóðlegar stofnanir.

 Ungdom


ESB berst gegn fátækt

Þann 16. maí síðastliðinn komu um 200 Evrópubúar saman til að tala við stjórnvöld í Brussel um fátækt innan sambandsins, en nálægt 16% þegna bandalagsins eiga það á hættu að festast í fátæktargildru.  Þessi árlegi viðburður leitast við að finna lausnir og bæta líf þeirra sem þurfa á því að halda.

 

Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri atvinnumála hjá ESB, sagði að nálægt 78 milljónir Evrópubúa væru í bráðri hættu og þyrftu svo sannarlega á hjálp að halda.  Það þyrfti að passa upp á að sem flestir fengju að njóta þeirra ávaxta sem vaxa á trjánum í aðildarlöndum ESB.


Embætti umboðsmanns Evrópu sannar sig.

Umboðsmaður Evrópu hefur hafið samráðsferli við aðra umboðsmenn í aðildarlöndum ESB umdiamandouros bættan aðgang að gagngrunnum hins opinbera fyrir almenning.  Upphaf þessa máls má rekja til ársins 2005 þegar framkvæmdastjórn ESB neitaði dönskum blaðamanni um aðgang að upplýsingum um hvaða aðilar fengju landbúnaðarstyrki úr sjóðum bandalagsins.

Framkvæmdstjórnin rökstuddi synjun sína með þeim rökum að um trúnaðargögn væri að ræða.  Einnig væri erfitt að taka þessi gögn saman og þess vegna giltu ekki reglur ESB um aðgang almennings að skjölum bandalagsins.

Umboðsmaðurinn gagnrýndi framkvæmdastjórnina fyrir að koma ekki með nægjanlegan rökstuðning fyrir synjun sinni.  Hann lýsti ennfremur yfir áhyggjum að stjórnin ætlaði ekki að fara eftir lögum ESB um aðgang nema um væri að ræða gögn sem auðvelt væri að sækja.

Til að leysa þetta vandamál hefur umboðsmaður Evrópu stungið upp á því við framkvæmdastjórnina að framvegis verði nýir gagnagrunnar hannaðir þannig að auðvelt verði að sækja gögn úr þeim. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

ESB
ESB
Þessi síða er stofnuð af áhugafólki um inngöngu Íslands í ESB.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband