Færsluflokkur: Spil og leikir

ESB leiðandi í umhverfismálum

Í byrjun árs 2007 setti framkvæmdastjórnin fram svokallaðann "orku- og umhverfisbreytingapakka" (energy and climate change package).  En í honum er sett fram metnaðarfull en þó raunhæf markmið.  (Meira hér)

  • Draga þarf úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 20%.
  • 20% af heildarorkunotkun sambandsins komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020.
  • 10% af öllu eldsneyti á bíla verði bio-eldsneyti s.s. ethanól
  • Klára samþættingu gas- og raforkumarkaðar aðildarlanda
  • Sameiginleg utanríkisstefna í orkumálum.

Til að ná m.a. fram þessum markmiðum mun Evrópusambandið nota svokallað Euro Emission Trading System eða ETS.  ETS er einnig hugsað til að skapa verðmæti handa þeim sem hugsa vel um umhverfi sitt og þannig skapa þann hvata sem oft vantar.  Búið verður til þak á þær gróðurhúsalofttegundur(vatnsgufa, Co2, metan o.fl.) sem hver aðildarþjóð má blása út í loftið.  Fyrst um sinn nær kerfið til Co2 en vonandi með tíð og tíma verða aðrar eitraðar lofttegundur með.

index_1  
 

 


Skýrsla Evrópuþingins um Lisbon sáttmálann

Samkvæmt skýrslu, dagsettri þann 29. janúar 2008, sem lögð var fyrir Evrópuþingið mun Lisbon sáttmálinn tryggja aukið lýðræði. Þetta þýðir fyrir Ísland ef við göngum í ESB að Alþingi Íslendinga fær svokallaða umsagnaraðild að flestum nýjun lögum innan bandalagsins.  Á móti þurfum við að beygja okkur undir fleiri lög frá ESB en við gerum nú í gegnum EES samningin.

euLöggæsla, dómsmál og landbúnaður eru dæmi um málaflokka sem við gefum eftir til að fá aukið lýðræði og samþættingu með öðrum aðildarlöndum ESB.  Með þessum nýja sáttmála fær bandalagið þau tæki og tól sem það þarf til að stunda sjálfstæðari utanríkisstefnu.  Nýja utanríkisráðuneytið mun heyra beint undir nýstofnað embætti "utanríkis- og varnarmálaráðherra".  Þessi nýi ráðherra mun verða valinn sameiginlega af framkvæmdastjórninni og nýju embætti forseta ráðherraráðsins.

Samt sem áður geta einstök lönd innan bandalagsins stundað sína eigin utanríkis- og varnarmálastefnu ef hún brýtur ekki gegn stefnu bandalagsins.  Þannig mundi innganga Íslands ekki trufla framboð til Öryggisráðsins eða setu í þvi.

 


Falsaður fréttaflutningur um ESB

Í gegnum tíðina hafa margar sögur um heimskulegar tilskipanir Evrópusambandsins birst í fjölmiðlum.  Þessar fréttir hafa oftast verið stórlega ýktar eða jafnvel uppspuni frá rótum.  Þrátt fyrir gott skemmtanagildi hafa þessar fréttir skaðað ímynd sambandsins í augum þeirra sem trúa þeim.

Ágætt dæmi er grein sem birtist í The Times þann 29. janúar 2003.  Þar kemur fram að bændur í Bretlandi hafi 3 mánuði til að setja leikföng í allar svínastíur til að svínin hafi eitthvað fyrir stafni annað en að narta í hvert annað.  Talsmaður breska bændaráðuneytisins túlkaði tilskipun ESB um bætta heilsu svína þannig að bændurnir þyrftu að verða sér úti um fótbolta eða körfubolta handa svínunum.  Helst þyrftu bændurnir líka að skipta reglulega um bolta í mismunandi litum.  Bændur sem ekki færu eftir þessari tilskipun þyrftu að reiða fram 1000 pund eða sæta fengelsun í 3 mánuði.pig ball

Staðreyndin er sú að tilskipun ESB fjallaði bara um að svínin hefðu aðgang að eitthverju til að ýta við og skoða, t.d. hey, strá, spýtur, sag eða sveppadrullu.  Það kom hvergi fram að svínin ættu að fá bolta til að leika sér með.  Ef bresk stjórnvöld vildu að bændurnir keyptu fótbolta var það eitthvað sem breska ríkistjórnin ákvað en ekki framkvæmdastjórn ESB.

 


ESB verður skilvirkara

Með nýjum Lisbon sáttmála missa einstök aðildarríki rétt sinn til að beita neitunarvaldi.  Þetta tryggir aukið lýðræði og meiri skilvirkni.  Einnig er komið inn sérstakt ákvæði sem tryggir að öll aðildarlöndin þurfa að snúa bökum saman og berjast við sameiginlegan óvin ef á þau er ráðist.  Þetta ákvæði er sérstaklega hugsað fyrir hryðjuverk eða náttúruhamfarir.

Sambandið mun geta krafist þess að aðildarlönd leggi fram sérfræðinga s.s. lækna, hjúkrunarfólk, björgunarmenn, dómara og löggæslufólk.  Til að mæta óvæntum áföllum eða sinna verkefnum á vegum bandalagsins bæði innan ESB eða í fjarlægum löndum.

Þegar nýi sáttmálinn verður kominn í gagnið mun Evrópusambandið koma fram sem ein persóna í skilningi laganna.  Þetta gerir bandalaginu kleift að undirrita alþjóðlega samninga og ganga í alþjóðleg samtök t.d. Sameinuðuþjóðirnar eða aðrar alþjóðlegar stofnanir.

 Ungdom


ESB berst gegn fátækt

Þann 16. maí síðastliðinn komu um 200 Evrópubúar saman til að tala við stjórnvöld í Brussel um fátækt innan sambandsins, en nálægt 16% þegna bandalagsins eiga það á hættu að festast í fátæktargildru.  Þessi árlegi viðburður leitast við að finna lausnir og bæta líf þeirra sem þurfa á því að halda.

 

Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri atvinnumála hjá ESB, sagði að nálægt 78 milljónir Evrópubúa væru í bráðri hættu og þyrftu svo sannarlega á hjálp að halda.  Það þyrfti að passa upp á að sem flestir fengju að njóta þeirra ávaxta sem vaxa á trjánum í aðildarlöndum ESB.


Embætti umboðsmanns Evrópu sannar sig.

Umboðsmaður Evrópu hefur hafið samráðsferli við aðra umboðsmenn í aðildarlöndum ESB umdiamandouros bættan aðgang að gagngrunnum hins opinbera fyrir almenning.  Upphaf þessa máls má rekja til ársins 2005 þegar framkvæmdastjórn ESB neitaði dönskum blaðamanni um aðgang að upplýsingum um hvaða aðilar fengju landbúnaðarstyrki úr sjóðum bandalagsins.

Framkvæmdstjórnin rökstuddi synjun sína með þeim rökum að um trúnaðargögn væri að ræða.  Einnig væri erfitt að taka þessi gögn saman og þess vegna giltu ekki reglur ESB um aðgang almennings að skjölum bandalagsins.

Umboðsmaðurinn gagnrýndi framkvæmdastjórnina fyrir að koma ekki með nægjanlegan rökstuðning fyrir synjun sinni.  Hann lýsti ennfremur yfir áhyggjum að stjórnin ætlaði ekki að fara eftir lögum ESB um aðgang nema um væri að ræða gögn sem auðvelt væri að sækja.

Til að leysa þetta vandamál hefur umboðsmaður Evrópu stungið upp á því við framkvæmdastjórnina að framvegis verði nýir gagnagrunnar hannaðir þannig að auðvelt verði að sækja gögn úr þeim. 


Vefsíða maí mánaðar

Að þessu sinni er vefsíða mánaðarins Politeia, Network for Citizenship and Democracy in Europe (www.politeia.net).

Þessi samtök berjast fyrir betra mannlífi og almennri vitundarvakningu meðal borgara ESB.  Þau vilja efla tengls við samtök og stofnanir sem hafa svipaðar skoðanir innan ESB og safna styrkjum til að viðhalda öflugri starfsemi á sem flestum sviðum s.s. bókaútgáfu og fundum/ráðstefnum.


Lisbon sáttmálinn flýgur í gegn, sigur lýðræðis.

 

13. og 14. Desember 2007 hittust allir ráðamenn aðildarlanda ESB í Lisbon og samþykktu fyrir sitt leyti hin nýja samning sem felur í sér miklar úrbætur og lýðræði fyrir aðildarþjóðirnar.  Stefnan var sett á að samningurinn tæki gildi fyrir 1. janúar 2009.  Til að koma í veg fyrir frekari tafir á samrunaferlinu og lýðræði var ákveðið að forðast þjóðaratkvæðagreiðslur í viðkomandi aðildarlöndum og láta þjóðþingunum það eftir að samþykkja endanlega samninginn í hverju landi fyrir sig.  

Öll lönd nema Írland geta sleppt að bera Lisbon samninginn undir þegna sína.  En sökum írsku stjórnarskrárinnar þurfa Írar að kjósa um hann.

Listi yfir ESB þjóðir og hvernig gengur að samþykkja hin nýja Lisbon sáttmála. 

Member States

Austurríki

Þingið samþykkti samninginn þann 09.04.2008, 151 þingmenn samþykktu og 27 voru á móti

Belgía

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Bulgaría

Þingið samþykkti samninginn þann 21.03.2008, 193 þingmenn samþykktu og 15 voru á móti.  209 þingmenn voru mætti af 240.

Kýpur

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Tékkland

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Danmörk

Þingið samþykkti samninginn þann 24.04.2008. 90 þingmenn samþykktu og 15 voru á móti

Eistland

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Finland

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Frakkland

Þingið samþykkti samninginn þann 07.02.2008 og einum degi síðar samþykkti efri deildin Lisbon samninginn. Um 80% þingmanna í báðum deildum samþykktu samninginn.

Þýskaland

Þingið samþykkti samninginn þann 24.04.2008 með um 90% atkvæða.

Grikkland
Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.
Ungverjaland

Þingið samþykkti samninginn þann 17.12.2007, með miklum meirihluta.

Írland

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Ítalía

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Lettland
 
Litháen

Þingið samþykkti samninginn þann 08.05.2008 með miklum meirihluta.

Luxemborg

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Malta
Þingið samþykkti fyrir sitt leiti samninginn í lok janúar með yfirgnæfandi meirihluta.
Holland

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Póland

 Báðar deildir pólska þingins samþykktu samninginn í janúar með miklum meirihluta.

Portúgal

Þingið samþykkti samninginn þann 23.04.2008 með 208 atkvæðum gegn 21.

Rúmenía
Samþykkt með miklum meirihluta
Slóvakía

Þingið samþykkti samninginn þann 10.04.2008, 103 þingmenn voru fylgjandi og 5 á móti af samtals 150 þingmönnum.

Slovenia

Þingið samþykkti samninginn þann 29.01.2008, með miklum meirihluta.

Spánn

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Svíþjóð
Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.

Bretland

Samningurinn er til umsagnar hjá þinginu og verður síðar samþykktur.


Loksins síða um ESB sem mark er takandi á.

Þessa síða er stofnuð til að vekja áhuga á ESB og inngöngu Íslands.  Hér verður leitast við að setja inn efni sem gagnlegt er að lesa fyrir alla þá sem vilja kynna sér þessi mál betur.  Að síðunni stendur áhugahópur um upplýsta umræðu og viljum við að sem flestir tjái sig hér um inngöngu í ESB. 

Síðan verður uppfærð reglulega með fréttum frá ESB og aðildarríkjum þess ásamt greinum úr mörgum áttum um flest málefni sem tengjast aðildarumræðu á Íslandi.


« Fyrri síða

Höfundur

ESB
ESB
Þessi síða er stofnuð af áhugafólki um inngöngu Íslands í ESB.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband